Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Klúbbur um gömlu barnabækurnar

13.12.2011 09:31
Klúbbur um gömlu barnabækurnar

Á skólasafninu hefur verið stofnaður bókaklúbbur sem hefur meðal annars það markmið að vekja áhuga nemenda á gömlum og sígildum bókum.
Nemendur í 5. KÞ riðu á vaðið og gerðust margir þeirra meðlimir í bókaklúbbnum. Eftir lestur bókanna komu nemendur á skólasafnið og sögðu frá bókinni en bóksafnsfræðingurinn tók frásögnina uppá myndband.
Upptakan var sýnd í desember og bauð bókaklúbburinn 5. bekkjunum og vinabekkjum sínum á skólasafnið að hlýða á frásagnirnar. Nemendur sögðu blaðalaust frá skemmtilegum og áhugaverðum bókum og greinilegt var að áheyrendur nutu þess að hlusta því það hefði mátt heyra saumnál detta á meðan á sýningunni stóð .
Eftir áramót stendur öllum nemendum skólans til boða að taka þátt i bókaklúbbnum.

Myndbandið sem tekið var upp af frásögnum nemenda eftir að þeir höfðu lesið bækurnar.

Til baka

Klúbbur um gömlu barnabækurnar

13.12.2011
Klúbbur um gömlu barnabækurnar

Á skólasafninu hefur verið stofnaður bókaklúbbur sem hefur meðal annars það markmið að vekja áhuga nemenda á gömlum og sígildum bókum.
Nemendur í 5. KÞ riðu á vaðið og gerðust margir þeirra meðlimir í bókaklúbbnum. Eftir lestur bókanna komu nemendur á skólasafnið og sögðu frá bókinni en bóksafnsfræðingurinn tók frásögnina uppá myndband.
Upptakan var sýnd í desember og bauð bókaklúbburinn 5. bekkjunum og vinabekkjum sínum á skólasafnið að hlýða á frásagnirnar. Nemendur sögðu blaðalaust frá skemmtilegum og áhugaverðum bókum og greinilegt var að áheyrendur nutu þess að hlusta því það hefði mátt heyra saumnál detta á meðan á sýningunni stóð .
Eftir áramót stendur öllum nemendum skólans til boða að taka þátt i bókaklúbbnum.

Myndbandið sem tekið var upp af frásögnum nemenda eftir að þeir höfðu lesið bækurnar.

Til baka
English
Hafðu samband