Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flýgur fiskisagan

08.12.2011
Flýgur fiskisagan

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 4. bekk unnið verkefni  tengt bókinni ,,Flýgur fiskisagan“ eftir Ingólf Steinsson. Verkefnið var samþætt námsgreinunum íslensku, samfélagsfræði og vinnu á skólabókasafni, en þar nutu nemendur leiðsagnar Ingibjargar Baldursdóttur bókasafnsfræðings.

Á skólasafninu var unnið með upplýsingar um nytjafiska sem nemendur skráðu hjá sér. Þeir fundu aðalatriðin í textanum og settu upp í hugarkort og notuðu til þess hugbúnaðinn "Freemind".

Einnig voru mörg verkefni unnin í íslensku og samfélagsfræði sem tengdust fiskum og fiskveiðum, en mörg þeirra prýða nú ganga skólans. Nemendur söfnuðu saman fiskiuppskriftum og bjuggu til uppskriftabók.

Við verkefnaskil var foreldrum boðið á skólasafnið þar sem nemendur kynntu hugarkortin sín en þeir sáu alfarið um kynningarnar sjálfir. Foreldrar lögðu til veitingar á sameiginlegt borð og áttu notalega og fræðandi stund með kennurum og börnum sínum í morgunsárið.

Hægt er að skoða myndir í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband