Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bangsavika á bókasafninu

02.11.2011
Bangsavika á bókasafninu

Mikið fjör var á skólasafninu síðustu viku en þá var bangsavika haldin hátíðleg. Alþjóðlegi bangsadagurinn er 27. október og þessa viku koma yngstu nemendur skólans með bangsa að heiman í bókasafnstímann sinn. Nemendur frá leikskólunum Bæjarbóli, Sunnuhvoli og Kirkjubóli tóku einnig þátt í bangsadagskrá Flataskóla. Heimsókn leikskólanna á skólasafnið er liður í samstarfssamningi Flataskóla og leikskólanna þriggja.
Bangsasögur voru lesnar, horft á myndband, börnin lituðu myndir og sagan var sögð af því hvernig fyrsti leikfangabangsinn varð til.
Ferðabangsinn Sveinbjörn hefur nú ferðast heilmikið með nemendum og starfsfólki skólans. Lesið var upp úr nokkrum ferðasögum hans.
Mikill áhugi er hjá yngstu nemendunum að ferðast með Sveinbjörn og hvetjum við alla til að lesa ferðasögurnar hans á heimasíðu skólasafnsins.

Hér er hægt að skoða myndir frá bangsaheimsóknunum á bókasafnið.

Til baka
English
Hafðu samband