Bókasafnsdagurinn
Bókasafnsdagurinn var fimmtudaginn 14. apríl s.l. en markmiðið með þessum degi er að beina augum þjóðfélagsins að mikilvægi bókasafna. Í tilefni af þessum degi veitti skólasafn Flataskóla tveimur heppnum nemendum bókaverðlaun sem tóku þátt í könnuninni „Bókaverðlaun barnanna 2011“. Þeir sem hlutu verðlaunin að þessu sinni voru Thelma Rut Haraldsdóttir 3.MH og Þormóður Þormóðsson 4.AG óskum við þeim innilega til hamingju.
Þeir sem tóku þátt í könnuninni „Bókaverðlaun barnanna“ voru að velja bestu barnabók liðins árs og var þátttakan að þessu sinni mjög góð. Atkvæðaseðlum verður síðar skilað til Bókasafns Garðabæjar. Þessar bækur lentu í 1.-3. sæti í könnuninni í Flataskóla:
1. sæti. Ripleys : ótrúlegt en satt
2. sæti. Aþena: hvað er málið með Haítí? / Ertu guð afi?
3. sæti. Skúli skelfir
Gaman er að segja frá því að höfundarnir að bókunum „Aþena : hvað er málið með Haítí og Ertu guð afi“ komu í vetur og lásu fyrir nemendur skólans. Bækurnar lentu í öðru sæti og hefur upplesturinn og bókakynningarnar greinilega skilað sér.