Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Alþjóðlegi dagur barnabókarinnar

01.04.2011
Alþjóðlegi dagur barnabókarinnar

Í tilefni alþjóðlega barnabókadagsins 2. apríl buðu IBBY samtökin upp á upplestur á rás 1 hjá Ríkisútvarpinu á frumfluttri smásögu "Hörpuslag"  eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur rithöfund. Allir nemendur skólans hlýddu á söguna í gærmorgun ýmist í hátíðarsal, á skólasafninu eða í bekkjarstofunum í beinni útsendingu sem stóð í 15 mínútur. Eftir að hafa hlustað á lesturinn unnu nemendur verkefni sem fylgdu með sögunni. Var athyglisvert að heyra hjá nemendum hvernig þeir skildu söguna á mismunandi hátt eftir aldri og var gaman að hlusta á umræðuna sem fram fór á eftir. Er það mál manna að þetta hafi heppnast vel og þótti okkur ánægjulegt að fá að taka þátt í þessum viðburði þar sem nánast allir grunnskólanemendur landsins voru þátttakendur. Það er von okkar að svona viðburðir verði fleiri og oftar.

   

Til baka
English
Hafðu samband