Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kynningar fyrir foreldra í 6. bekkjum

07.05.2010
Kynningar fyrir foreldra í 6. bekkjum

Í vikunni sem leið buðu nemendur í 6. bekk foreldrum sínum á kynningu á tveimur stórum verkefnum sem þeir hafa unnið í vetur. Fyrra verkefnið er í tengslum við Vífilsstaðavatn og var það unnið á haustönn. Nemendur fóru í vettvangsferðir upp að vatninu og skoðuðum lífríkið á staðnum. Sérhver nemandi valdi sér eina plöntu, fugl, fisk og smádýr sem lifa í eða við vatnið. Þeir öfluðu upplýsinga um dýrin og plönturnar á skólasafninu og skráðu hjá sér eftir að hafa umorðað textana. Þeir útbjuggu fallega myndskreytta verkefnamöppu með öllum upplýsingunum og skreyttu hana með þurrkuðum jurtum. Nemendur útbjuggu einnig stutta glærukynningu sem þeir talsettu. Sjá á vefsíðunni undir Verk nemenda
Seinna verkefnið unnu nemendur á vorönn og var það um Norðurlöndin. Hverjum bekk var skipt í 7 hópa og fékk hver hópur eitt Norðurlandanna til að vinna með. Þau öfluðu sér upplýsinga úr bókum, af Netinu og úr bæklingum. Brýnt var fyrir nemendum að taka aldrei beint upp úr heimildum heldur umorða eða endursegja það sem þeir skráðu hjá sér.
Nemendur fundu svo á netinu myndir, myndbönd, tónlist, skjaldarmerki og ýmislegt fleira sem tengist hverju landi fyrir sig. Þessi gögn ásamt upplýsingunum settu nemendur á Wikispaces síður sem þeir stofnuðu og þið getið skoðað hér.

 

Til baka
English
Hafðu samband