Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lesið fyrir bangsana

01.02.2010
Lesið fyrir bangsana

Nemendur fyrstu bekkja í Flataskóla hafa mjög sérstakt hlutverk á skólasafninu en það er að lesa fyrir bókasafnsbangsana. Bóksafnsfræðingur skólans hringir af og til í kennara þeirra ef böngsunum leiðist eða ef það er langt síðan lesið hefur verið fyrir þá og biður þá að koma í heimsókn. Nemendur koma þá á safnið, velja sér bók og bangsa og lesa upphátt fyrir bangsana. Nemendur hafa af þessu bæði gagn og gaman og finnst þetta sérstaka hlutverk sitt ákaflega mikilvægt.

Upplesararnir sem lásu fyrir bangsana að þessu sinni

Til baka
English
Hafðu samband