Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

COMENIUS-raffundur

22.01.2010
COMENIUS-raffundur

Annar raffundur í COMENIUSAR-verkefninu "Vængjuðum vinum" sem unnið er í samstarfi við skóla í Bretlandi og á Kanaríeyjum fór fram í tónstofunni í gærmorgun. Niðurstöður í svokölluðum fuglalestri voru kynntar, þar sem fimm skólar frá þremur löndum etja kappi hver við annan í lestri bóka um fugla. Kynnar á fundinum að þessu sinni voru Anna Katrín Hálfdanardóttir og Helena Bryndís Hauksdóttir, nemendur úr 3. EÞ. Stóðu þær sig með mikilli prýði. Að þessu sinni lenti Flataskóli í öðru sæti á eftir Spánverjum. Þeir lásu tæpar 4.5 bækur á mann en við tæpar 1.5 bækur á mann.

Þar er hægt að horfa á fundinn og skoða myndir frá atburðinum.

Næsti raffundur er skráður í 18. mars 2010.

   


 

Til baka
English
Hafðu samband