Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Barnaspítali Hringsins heimsóttur

07.12.2009
Barnaspítali Hringsins heimsóttur

Í dag fóru nemendur í 3. bekk í bæjarferð. Tilgangur ferðarinnar var að færa Barnaspítala Hringsins 17.000 krónur sem þau höfðu safnað. Einstaklega vel var tekið á móti okkur á leikherbergi barnanna þar sem okkur var sýnt hvernig okkar framlag gæti hugsanlega nýst börnunum sem dvelja þar. Eftir heimsóknina á Barnaspítalann röltum við síðan niður Laugaveginn, skoðuðum jólaljósin og enduðum loks á kaffihúsi þar sem Ari og Jóhanna, foreldrar Eyjólfs í 3. bekk buðu okkur upp á veitingar. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Vel heppnuð ferð að baki.

Til baka
English
Hafðu samband