Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Óvenjulegur skólatími

16.11.2009
Óvenjulegur skólatími

Hefð er fyrir því að sjöundu bekkir fái að gista á bókasafninu einu sinni yfir veturinn og lesi þá sérvalda bók. Bekkjarkennarinn og bókasafnsfræðingurinn gista með þeim og er þetta afar vinsæll viðburður sem nemendur minnast oft á frá  skólaveru sinni í Flataskóla. Fyrsti bekkurinn af þremur gisti 11. nóvember s.l. og var hann langur og eflaust minnisstæður skóladagur hjá nemendum í 7. HSG.

Nemendur mættu aftur í skólann eftir kvöldmat á skólasafnið þar sem gist var um nóttina með bekkjarkennara og bókasafnsfræðingi. Nemendur höfðu meðferðis svefnpoka, dýnur og annað sem nauðsynlegt er að hafa með þegar gist er að heiman. Markmiðið þetta kvöld var að lesa sem mest. Mikið var lesið enda lesefnið mjög spennandi. Ýmislegt óvænt gerðist í myrkrinu þetta kvöld sem gerði það enn eftirminnilegra. Næsta morgun tók svo við hefðbundið skólastarf, en þrátt fyrir lítinn svefn tókust þau á við daginn með bros á vör eftir skemmtilegt kvöld.

Ásgerður Guðmundsdóttir, bekkjarkennari
Ingibjörg Baldursdóttir, bókasafnsfræðingur

Til baka
English
Hafðu samband