Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hvað er vöruhönnun?

04.11.2009
Hvað er vöruhönnun?

Sjötti bekkur fékk að kynnast vöru- og iðnhönnun hjá þeim Birgi Grímssyni iðnhönnuði og
Þórunni Hannesdóttur vöruhönnuði í síðstu viku í Hönnunarsmiðjunni á Garðatorgi. Kynnt var hvernig vöruhönnuðir og iðnhönnuðir vinna. Haft var að leiðarljósi að nemendur léku sér að því að búa til eitthvað úr efni sem búið var að leggja til hliðar eða henda og að afraksturinn yrði leikföng. Mismunandi efni var nýtt í vinnuna sem efnisveitan hafði viðað að sér frá hinum og þessum fyrirtækjum.  Myndirnar tala sínu máli en hér er hægt að skoða hvað fór fram í smiðjunni á Garðatorgi. 

Til baka
English
Hafðu samband