Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bangsavika á skólasafninu

28.10.2009
Bangsavika á skólasafninu

Við á bókasafninu í Flataskóla höfum haldið bangsaviku undanfarin ár í kringum alþjóðlega bangsadaginn sem er 27. október.
Yngstu nemendur skólans koma þá með bangsa að heiman í bókasafnstímann.
Við lesum bangsasögur, semjum sögur, teiknum myndir og fræðumst um það hvernig fyrsti leikfangabangsinn varð til fyrir rúmum 100 árum.
Við fengum skólahóp frá leikskólanum Bæjarbóli í heimsókn í byrjun vikunnar og tóku börnin þátt í bangsadagskrá skólasafnsins.
Bangsavikan í ár er dálítið óvenjuleg því við höfum eignast sérstakan ferðabangsa sem heitir Sveinbjörn. Hann hefur ferðast töluvert með nemendum og starfsfólki skólans og fá nemendur að hlusta á ferðasögur hans í bangsavikunni. Mikill áhugi er hjá yngstu nemendunum að ferðast með Sveinbjörn og hvetjum við alla til að lesa ferðasögurnar hans á heimasíðu skólasafnsins.

Til baka
English
Hafðu samband