Lestrarátak og Eldfuglinn
Mánudaginn 5. október hófst lestrarátak hjá nemendum í 5. bekk og stendur átakið í eina viku eða til mánudagsins 12. október. Mikilvægt er að nemendur finni sér bók við hæfi - setji sér markmið og lesi sér til yndisauka. Við viljum endilega hvetja nemendur til að lesa sem mest því góð lestrarkunnátta er undirstaða fyrir góðum námsárangri.
Föstudaginn 9. október mun 5.-7. bekkur í Flataskóla fara með strætó í Háskólabíó og fylgjast með tónleikum í boði Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þetta er Ævintýrið um Eldfuglinn eftir Igor Stravinskij, sögumaður er trúðurinn Barbara eða leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir. Ævintýrið fjallar um ungan prins sem býr í Rússlandi og heitir Ívan. Hann verður ástfanginn af fallegri prinsessu en hún er í haldi Kasteis, sem er ógurlegt skrímsli. Ívan ákveður að stefna lífi sínu í voða til að bjarga ástinni sinni frá glötun og með hjálp göldrótta eldfuglsins tekst honum að vinna bug á Kastei hinum illa !! Endalokin fáum við að sjá á föstudaginn og er mikil eftirvænting meðal nemenda sem bíða spennt!!
Kær kveðja, Auður, Hanna Lóa og Kristín Ósk.