Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fjölmenningarhátíð

27.05.2009

Í morgun héldu fimmtu bekkingar sína árlegu fjölmenningarhátíð eins og undanfarin ár. Lagt var upp með að við séum öll hluti af mannkyninu þrátt fyrir að við séum ólík að mörgu leyti eins og að þjóðerni, trú, litarhætti, kynferði og aldri.  Alls staðar í veröldinni hafa menn, konur og börn sömu þarfir og að því leytinu erum við öll eins. Nemendur viðuðu að sér efni frá fjórum löndum, Japan, Mexíkó, Hawaii og S-Afríku. Þau sungu og dönsuðu að hætti innfæddra og sögðu frá ýmsu fróðlegu sem þau fundu á Netinu og í bókum um menningu og lifnarðarhætti þessara þjóða. Foreldrum og aðstandendum þeirra var boðið að koma og vera viðstödd sýninguna sem allmargir þáðu. Hér er hægt að skoða myndir frá hátíðinni.

   

    

Til baka
English
Hafðu samband