Vortónleikar
25.05.2009
Í síðustu viku voru haldnir útgáfu- og hátíðartónleikar kórskóla 3. og 4. bekkja í hátíðarsal Flataskóla. Tekinn var upp og gefinn út diskur með lögum sem kórskólinn hefur verið að æfa í vetur. Hér er hægt að hlusta á og skoða myndir frá tónleikunum. Einnig voru 1. bekkur og 6. bekkur með tónleika þar sem foreldrum/forráðamönnum og aðstandendum var boðið að koma og hlusta. Nemendur stóðu sig að vanda með prýði og var unun að hlusta á þá og sjá hve vel þeir fóru eftir leiðsögn Hjördísar tónmenntakennara sem á veg og vanda að undibúningi og framkvæmd þessara tónleika. Ennþá eru tvennir tónleikar eftir eða hjá 5. bekk sem verður með fjölþjóðahátíð miðvikudaginn 27. maí og hjá 2. bekk á morgun þriðjudaginn 26. maí.