Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lagið í listinni

17.04.2009
Lagið í listinni Föstudaginn 17. apríl fóru nemendur 1. bekkja á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á tónleikunum var ballettinn Þyrnirós fluttur. Nemendur úr Listdansskóla Íslands komu fram með hljómsveitinni og sögumaður var Halldór Gylfason leikari. Tónleikarnir voru hinir glæsilegustu og nutu nemendur og starfsfólk Flataskóla þess innilega að hlýða á og sjá ævintýrið um prinsessuna flutt á lifandi og litríkan hátt. Nemendur Flataskóla stóðu sig með mikilli prýði og tókst menningarferðin mjög vel. Ekki má hjá líða að geta þess að þrjár stúlkur, nemendur í Flataskóla, taka þátt í uppfærslunni um Þyrnirós.
Til baka
English
Hafðu samband