Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þróunarverkefni "Vísindamenn í heimsókn"

15.06.2016
Þróunarverkefni "Vísindamenn í heimsókn"

Skólinn fékk styrk frá Garðabæ til að fá vísindamenn í heimsókn til að fræða nemenda í 6. og 7. bekk um ýmislegt í eðlis- og náttúrufræði sem þeir eru að vinna með í skólastarfinu. Fimm vísindamenn komu í heimsókn til okkar. Tveir þeirra komu í 7. bekk en það voru þau Sabína Steinunn Halldórsdóttir og Kristján Klausen. Sabína er landsfulltrúi hjá Ungmennafélagi Íslands og ræddi hún almennt um umhverfismennt og hvernig hægt væri að lifa heilbrigðu lífi og vernda umhverfið. Hún sagði þeim frá ráðstefnum sem félagið stendur fyrir og hvert umfjöllunarefni þeirra er og fyrir hvað Ungmennafélög standa.
Kristján Klausen eðlisfræðingur í HÍ spjallaði um eðlisfræðina, sérstaklega um frumeindir, sameindir, rafmagn, magn og massa. Kristján kom með myndir þar sem hann útskýrði m.a. brotala. Hann gerði þeim ljóst að vísindin hafa ekki skýringar á öllu, að það er ekki allt þekkt og ánægja vísindamannsins felst í að kanna hið óþekkta. Var gerður góður rómur að þessum heimsóknum og fræðimönnunum þakkað fyrir komuna. En áður en þau yfirgáfu skólann fengu nemendur að taka viðtal við þau og spyrja þau enn frekar spjörunum úr. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtölin sem tekin voru upp á myndband.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband