Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. bekkur hittir Kelduskólanemendur

02.06.2015
6. bekkur hittir Kelduskólanemendur

Sjötti bekkur í Flataskóla hitti nemendur í 6. bekk í Kelduskóla í Grafarvogi í morgun á Klambratúni. Var þetta lokaþáttur í eTwinningverkefni milli skólanna. Nemendur unnu saman að lestrarverkefni með það að markmiði að efla lestur á skemmtilegan hátt. Bókin hennar Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, Draugaslóð var lesin og unnu nemendur verkefni upp úr efni hennar. Síðan hittust þeir á "Face Time" fundi og síðar á Skype-fundi þar sem þeir kepptu saman á "Kahoot" vefnum. Loks í morgun hittust þeir í raunveruleikanum þar sem þeir léku sér saman á Klambratúni í Reykjavík og áttu góða stund í sólinni. Hægt er að lesa um verkefnið á vefnum okkar og skoða myndir í myndasafni skólans frá leikunum á Klambratúni.

Til baka
English
Hafðu samband