Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hvað veistu um Snapchat, Instagram og Facebook?

24.03.2014
Hvað veistu um Snapchat, Instagram og Facebook?

Í dag mánudaginn 24. mars kl. 20-22 heldur Grunnstoð Garðabæjar fræðslufund í Sjálandsskóla fyrir foreldra í Garðabæ. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og kynna sér hvað Garðabær er að gera í forvarnar- og eineltismálum. Á fundinum verða kynntar forvarnir í eineltismálum og sagt frá samstarfsverkefni um jafnrétti, kynheilbrigði og velferð. Sjá nánar í auglýsingu.

Dagskrá:

  • Einelti í Garðabæ og framtíðarsýn: Jóna Sæmundsdóttir, formaður forvarnarnefndar Garðabæjar, kynnir hvað verið er að gera í eineltismálum í Garðabæ og hvað stendur til.
  • Þegar allir leggjast á eitt: Elísabet Gunnarsdóttir og Ásta Sölvadóttir kynna verkefnið Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ sem verið er að vinna í Garðabæ þvert á allar stofnanir.
  • Ást gegn hatri—hvar liggja hætturnar? Hermann Jónsson, faðir Selmu Bjarkar, kennir foreldrum á vefsíður og smáforrit eins og snapchat, instagram, facebook og fleira, fer yfir hvar hætturnar á netinu liggja, hvert aðdráttarafl barna og unglinga er og hvað við getum gert sem foreldrar.

 

Til baka
English
Hafðu samband