Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorfuglar fljúga út í heim

18.03.2014
Vorfuglar fljúga út í heim

Þá eru fuglarnir sem 2. bekkingar bjuggu til í eTwinningverkefninu "Vorfuglarnir í trénu" flognir út í heim. Um 40 lundar voru búnir til og settir í umslag og sendir til um 40 skóla í Evrópu í gær. Nokkrir fuglar eru sestir að í trénu okkar sem stendur á ganginum fyrir fram stofurnar hjá 2. bekk og hægt er að dáðst að þeim þar. Mikil spenna ríkir nú hjá nemendum þegar pósturinn kemur um það hvort það komi fugl í dag til að setjast í tréð. Það verður gaman að skoða tréð þegar allir fuglarnir hafa ratað til Íslands. En hér er myndband sem tekið var af nemendum þegar þeir bjuggu til fuglana fyrir hina skólana. Hægt er að skoða myndir af fuglunum í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband