Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvisionhátíðin

15.03.2014 19:37
Flatóvisionhátíðin

Flatóvisionhátíðin tókst vel að viðstöddum foreldrum og fjölda annarra gesta sem fylgdust með framlagi nemenda.  Dómnefndin hafði á orði að erfitt hefði verið að velja úr þessum flottu hópum og að í raun hefðu allir sem komu fram verið sigurvegarar með því að taka þátt í keppninni og koma fram og syngja fyrir stóran hóp. Nefndin valdi framlag fjórða bekkjar "Eftir eitt lag" sem Bergrún Íris og Ásta Björg fluttu í úrslitakeppni sjónvarpsins 2014. Við í Flataskóla erum stolt af hópunum okkar og þökkum þeim fyrir góða frammistöðu. Nú verður þetta atriði framlag Flataskóla í eTwinningverkefninu "Schoolovision 2014". Búið verður til myndband og það sett á vefsíðu meðal myndbanda frá hinum þátttökulöndunum. Í maí verður svo kosið um hvaða myndband þykir frambærilegast. Lesa má meira um verkefnið á vefsíðu skólans og sjá myndir frá hátíðinni í myndasafni okkar.

Til baka

Flatóvisionhátíðin

15.03.2014
Flatóvisionhátíðin

Flatóvisionhátíðin tókst vel að viðstöddum foreldrum og fjölda annarra gesta sem fylgdust með framlagi nemenda.  Dómnefndin hafði á orði að erfitt hefði verið að velja úr þessum flottu hópum og að í raun hefðu allir sem komu fram verið sigurvegarar með því að taka þátt í keppninni og koma fram og syngja fyrir stóran hóp. Nefndin valdi framlag fjórða bekkjar "Eftir eitt lag" sem Bergrún Íris og Ásta Björg fluttu í úrslitakeppni sjónvarpsins 2014. Við í Flataskóla erum stolt af hópunum okkar og þökkum þeim fyrir góða frammistöðu. Nú verður þetta atriði framlag Flataskóla í eTwinningverkefninu "Schoolovision 2014". Búið verður til myndband og það sett á vefsíðu meðal myndbanda frá hinum þátttökulöndunum. Í maí verður svo kosið um hvaða myndband þykir frambærilegast. Lesa má meira um verkefnið á vefsíðu skólans og sjá myndir frá hátíðinni í myndasafni okkar.

Til baka
English
Hafðu samband