Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Smíði í 3.bekk

20.03.2025
Smíði í 3.bekk3. bekkur er nú í annarri umferð í smíði þennan veturinn. Hóparnir fá þess vegna svolítið krefjandi verkefni til að spreyta sig á. Nemendur búa til lyklageymslu þar sem þeir þjálfast m.a. í að nota trélím og skrúfvélar. Einnig þurfa þeir að nota ímyndurnaraflið og skapa svolítinn hugarheim, sýna vönduð vinnubrögð og þolinmæði. Einn hópur er búinn og er hópur 2 kominn vel á veg með verkefnið sitt. Nemendur í 3. bekk hafa sýnt jákvætt viðhorf gagnvart verkefnum, eru með frjótt ímyndunarafl og eru óhrædd við að prófa nýja hluti í smíði.

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband