Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalfundur og bekkjarfulltrúafundur

07.10.2015
Aðalfundur og bekkjarfulltrúafundur

Aðalfundur hjá Foreldrafélagi Flataskóla og fundur með bekkjarfulltrúum
Þriðjudaginn 13. október kl 20:00 verður aðalfundur Foreldrafélags Flataskóla ásamt fundi með bekkjarfulltrúum skólans. Við ákváðum að sameina þessa fundi til að nýta betur tíma fólks og krafta. Það verða því ekki ,,venjuleg‘‘ aðalfundarstörf í þeim skilningi heldur stefnum við á að sameina krafta okkar í að gera starfið í vetur skemmtilegt og blómlegt fyrir nemendur. Allir foreldrar eru velkomnir.

Á fundinum munum fara yfir það helsta sem er á döfinni í vetur hjá foreldrafélaginu auk þess sem farið verður yfir fjármálin.
Eitt af því sem er á dagskrá vetrarins og jafnframt fundarins er bingó sem er áætlað að verði haldið í byrjun nóvember. Bingóið gekk vel í fyrra en það hefði aldrei gengið öðruvísi nema vegna þess að bekkjarfulltrúar skólans og fleiri foreldrar komu til liðs við foreldrafélagið og gerðu það mögulegt.
Foreldrafélag Flataskóla

Til baka
English
Hafðu samband