Skólaslit 2015 - 7. bekkur
Nemendur í sjöunda bekk kvöddu Flataskóla í gærkvöldi við hátíðlega athöfn. Margir nemendur fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í skólastarfi. Kristínu Kolku var veitt viðurkenning í íþróttum, Emilía Ósk fékk fyrir góða framgöngu í heimilisfræði, Thelma Sif í dönsku, Thelma Rut í íslensku, Sonja í stærðfræði og Árni Steinn í ensku. Þá fékk Gunnar Kristjánsson viðurkenningu fyrir góðan árangur í skapandi vinnu, Hannes Aron fyrir miklar framfarir í námi, Daníel Heiðar fyrir prúðmennsku, Aðalheiður Guðrún fyrir einstaka hjálpsemi og Stefanía Malen fyrir þrautseigju og vinnusemi í námi. Borgþór og Thelma Sif lásu upp frásögn sína um "Árin mín í Flataskóla". Stefanía Malen spilaði á gítar og Hulda Fanný og Ingunn Anna sungu lagið "Four, five seconds". Að lokum voru tilkynnt úrslit í ljóðakeppninni og fluttu þrír nemendur ljóð eftir sig sem að mati dómnefndar þóttu skara fram úr, en það voru þær Aðalheiður, Sonja og Birta. Hægt er að lesa ljóðin þeirra hér. Myndir frá athöfninni eru komnar í myndasafn skólans.
Hulda Fanný og Ingunn Anna sungu fyrir gestina.