Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gestur í morgunsamveru

03.06.2015
Gestur í morgunsamveru

Við fengum góðan gest í morgun í samverustundina okkar. Guðmundur frá Rannís kom færandi hendi með gjafabréf og leikfangadiska fyrir nemendur sem tóku þátt í afmælishátíð eTwinning þann 7. maí s.l. En skólinn var dreginn úr hópi þeirra skóla sem gerðu daginn 7. maí s.l. hátíðlegan. Hér má sjá myndbandið sem tekið var við það tækifæri. Nemendur í 4 og 5 ára bekk léku sér með stafina sem mynduðu orðið eTwinning með aðstoð nemanda í 7. bekk. Einnig var tekið viðtal við nokkra nemendur úr 4. bekk sem voru meðal þeirra sem tóku þátt í keðjuverkefninu "The European Chain Reaction" í vetur.  Fleiri skólar tóku þátt í þessum viðburði og er hægt að skoða það á padlet síðunni hérna.

Til baka
English
Hafðu samband