Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann

10.09.2014
Göngum í skólann

Í dag hófst verkefnið "Göngum í skólann" sem við höfum oft tekið þátt í áður. Í samverunni í morgun komu íþróttakennararnir Íris og Gunnlaugur og hvöttu krakkana og starfsfólkið til að koma gangandi eða hjólandi í skólann næstu 4 vikurnar eða til 8. október en þá lýkur verkefninu formlega. Þau töluðu einnig um af hverju það væri gott að hreyfa sig á hverjum degi. Allmargir nemendur koma núna á hjólum í skólann og voru þeir beðnir að gefnu tilefni beðnir að setja hjólin sín við hjólagrindurnar en ekki utan við dyrnar eins og brögð eru að núna. Einnig ef nemendur eiga langa leið í skólann er hægt að keyra áleiðis og leyfa þeim að ganga hluta af leiðinni. Kennarar munu sjá um að skrá hverjir koma gangandi/hjólandi í skólann sem síðan verður gert upp í lok átaksins. Hér er hægt að lesa frekar um átakið.

 

Til baka
English
Hafðu samband