Sumarferðir 5 ára nemenda
Nemendur í 5 ára bekknum okkar eru enn í skólanum og hafa notað sumarið til að fara í heimsóknir víða um höfuðborgarsvæðið. Mánudaginn 16. júní fóru þeir í heimsókn á slökkviliðsstöðina í Hafnarfirði. Þar var vel tekið á móti þeim og fengu þeir að skoða sjúkrabílinn og slökkviliðsbílinn auk þess sem þeir fengu að tylla sér inn í slökkviliðsstrætisvagninn. Heimsóknin var bæði skemmtileg og fróðleg og fengu nemendur svör við öllum sínum spurningum og auk þess sem slökkviliðsfólkið fékk ýmsar skemmtilegar sögur frá nemendum.
Á fimmtudaginn 19. júní var svo farið í heimsókn á Þjóðminjasafnið. Þar fengu krakkarnir fróðlega leiðsögn um safnið þar sem þeir sáu meðal annars styttu af ásnum Þór, beinagrindur og 800 ára gamla vettlinga og skó. Heimsókninni lauk með því að börnin fengu að leika sér með gull frá því í gamla daga og lærðu spádómsvísu.