Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorferð í Heiðmörk

05.06.2014
Vorferð í Heiðmörk

Í morgun fóru allir nemendur og starfsfólk skólans upp í Heiðmörk í Furulund og áttu þar góða stund í yndislegu veðri. Farið var í leiki, í leiktækin á staðnum og ratleik. Þá voru grillaðar pylsur á boðstólnum frá foreldrafélaginu. Þetta var síðasti hefðbundni skóladagurinn í vor en á morgun eru skólaslit og þá hefst sumarfrí sem stendur til mánudagsins 25. ágúst. Myndir frá ferðinni eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband