Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimilisfræði

31.03.2014
Heimilisfræði

Það er ekki ofsögum sagt að heimilisfræði sé vinsæl meðal nemenda, sennilega er hún vinsælasta námsgreinin í skólanum. Þau geisla af ánægju þegar þau fara í heimilisfræðistofuna til hennar Helgu Sigríðar til að fást við matargerð. Þar fá nemendur að kljást við alls kyns eldamennsku, búa til salat, smyrja brauð, baka kökur, búa til fisk- og kjötrétti svo eitthvað sé nefnt. Einnig er laumað inn í alls kyns fræðslu um hollan mat og matarvenjur. Myndirnar segja meira en nokkur orð. Endilega skoðið þær í myndasafni skólans.

 

   
   
Til baka
English
Hafðu samband