Upplestrarkeppni 7. bekkja
Síðast liðinn föstudag var upplestrarkeppni 7. bekkja þar sem valdir voru fulltrúar til að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem fram fer miðvikudaginn 26. mars n.k. í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli. Eins og undanfarin ár var sjötta bekk boðið að koma í hátíðarsalinn og hlusta á þá 10 nemendur sem valdir höfðu verið til að keppa um hverjir færu sem fulltrúar skólans í keppnina. Þrír utanaðkomandi dómarar voru fengnir til að velja nemendurna en það voru þær Ásta Sölvadóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Halla Margrét Jóhannesdóttir. Þegar niðurstaðan lá fyrir sögðu þær að valið hefði verið erfitt og allir hefðu verið afar frambærilegir. Lokaniðurstöður þeirra voru að senda ætti Guðrúnu Heiðu Hjaltadóttur, Gunnar Bergmann Sigmarsson og Eyjólf Andra Árnason til vara. Eins og alltaf er þetta hátíðleg stund þar sem nemendur uppkera árangur erfiðis af æfingum undanfarið. Nokkrir nemendur komu einnig fram við þetta tækifæri og sungu og spiluðu á hljóðfæri á meðan dómarar réðu ráðum sínum. Hægt er að skoða myndir frá upplestrinum í myndasafni skólans.