Öskudagsgleði
Það var mikið um að vera í skólanum í dag vegna öskudagsins. Nemendur og starfsfólk brugðu sér í alls kyns búninga og hefðbundin dagskrá var brotin upp með alls kyns uppákomum. Settar voru upp stöðvar hér og þar um skólann þar sem nemendur heimsóttu og þar þurftu þeir að dansa, segja brandara eða syngja til að fá sælgæti í pokann sinn. Einnig var boðið upp á draugahús sem 7. bekkingar voru búnir að útbúa, "Diskó" dans var í hátíðarsal, kötturinn sleginn úr tunnunni og að lokum var boðið upp á myndasýningar þar sem nemendur gátu valið um mynd til að horfa á. Dagskráin þótti vel heppnuð og var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta. Myndir frá gleðinni er að sjá í myndasafni skólans.
Á myndbandinu hér fyrir neðan er sýnishorn af því sem var á dagskrá.