Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

25.04.2023

Flatóvision 2023

Flatóvision 2023
Úrslitakeppni Flatóvision var haldin í dag. Við fengum lánaðan sal í Sjálandsskóla þar sem okkar hátíðarsalur er lokaður. Tvö atriði frá hverjum árgangi frá 4.-7. bekk höfðu verið valin í undankeppni og kepptu því átta atriði um að verða framlag...
Nánar
03.04.2023

Fréttabréf apríl 2023

Fréttabréf apríl 2023
Fréttabréf aprílmánaðar er nú komið út. Þar er fjallað um húsnæðismál, flutning leikskóladeildarinnar, upplestrarkeppni, Grease, niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins, opinn fund skólaráðs skólans o.fl. Smellið hér til að skoða fréttabréfið
Nánar
29.03.2023

Upplestrarkeppni 7. bekkjar

Upplestrarkeppni 7. bekkjar
Hin árlega upplestrarkeppni 7. bekkjar var haldin í Flataskóla þann 28. mars. Þar voru valdir fulltrúar skólans sem keppa til úrslita í Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna í Garðabæ sem fram fer þann 27. apríl nk. Aðdragandi keppninnar var að venju...
Nánar
29.03.2023

Grease

Grease
Nemendur á miðstigi Flataskóla sýndu söngleikinn Grease á dögunum við mikinn fögnuð áhorfenda. Það voru nemendur í leiklistarfjölvali á miðstigi sem höfðu æft söngleikinn í fjölvalstímum á haustönninni undir stjórn þriggja kennara skólans. Áætlað...
Nánar
21.03.2023

Skóladagatal 2023-2024

Skóladagatal næsta skólaárs liggur nú fyrir með fyrirvara um endanlega afgreiðslu skólaráðs og skólanefndar. Hins vegar má ganga að því vísu að dagsetningar á skólasetningu, skólaslitum, vetrarfríi o.fl. haldi sér. Smellið hér til að opna...
Nánar
21.03.2023

Mikilvægi íþróttaiðkunar - bæklingar á ýmsum tungumálum

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) vekja athygli á bæklingi sem gefinn hefur verið út á tíu tungumálum um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. Bæklingurinn er ætlaður foreldrum barna af erlendum...
Nánar
15.03.2023

Bingó á vegum foreldrafélagsins

Bingó  á vegum foreldrafélagsins
Foreldrafélag Flataskóla heldur tvö bingókvöld í mars. 21. mars kl. 17:30 verður bingókvöld fyrir nemendur í leikskóladeild, 1.2. og 3. bekk og fjölskyldur. Bingóstjóri verður Gunnar Helgason og veglegir vinningar í húfi. Viðburðurinn verður í...
Nánar
12.03.2023

Skíðaferð þriðjudaginn 14. mars

Við stefnum að skíðaferð hjá 2., 4. og 5. bekk þriðjudaginn 14. mars. Lagt verður af stað frá skólanum kl. 9:00. Það verður mjög kalt í fjallinu og því afar mikilvægt að allir séu MJÖG vel klæddir.
Nánar
01.03.2023

Fréttabréf marsmánaðar

Fréttabréf marsmánaðar
Fréttabréf marsmánaðar er komið út og má að venju nálgast það hér á síðunni. Í fréttabréfinu er m.a. fjallað um stöðuna í húsnæðismálum skólans, innritun nemenda fyrir næsta skólaár, íslensku æskulýðsrannsóknina og fleira. Smellið hér til að opna...
Nánar
28.02.2023

Íslenska æskulýðsrannsóknin

Nú á vormánuðum verður Íslenska æskulýðsrannsóknin lögð fyrir skólabörn í 4.─10. bekk í langflestum grunnskólum landsins. Menntavísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmir rannsóknina fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á tímabilinu 2021 - 2026 á...
Nánar
22.02.2023

Öskudagur í Flataskóla

Öskudagur í Flataskóla
Mikil gleði ríkti í Flataskóla í dag, öskudag. Nemendur og starfsfólk klæddist fjölbreyttum búningum af ýmsum toga. Sjá mátti bæði myglu og myglusveppi á sveimi hjá starfsmönnum og ýmislegt fleira skemmtilegt. Nemendur voru skrautlegir sumir góðlegir...
Nánar
19.02.2023

Skólastarf eftir vetrarfrí

Skólastarf í Flataskóla hefst að nýju á mánudaginn, 20. febrúar, kl. 11:00. Nemendur mæta sem hér segir 1. bekkur - sami inngangur og venjulega í austurálmu skólans 2. bekkur - sami inngangur og venjulega í austurálmu skólans 3. bekkur - sami...
Nánar
English
Hafðu samband