Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

UNICEF- hlaup

04.06.2024
UNICEF- hlaupÞann 4.júní tóku nemendur Flataskóla þátt í fræðslu- og fjáröflunarverkefni fyrir grunnskólabörn á Íslandi sem kallast UNICEF-Hreyfingin.  Markmið verkefnisins er að fræða börn um réttindi í Barnasáttmálanum, virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum um allan heim og að þau upplifi að þau geti lagt sitt af mörkum til að gera heiminn að betri stað.

Í Flataskóla hlupu nemendur í 30 mínútur á Samsung fótboltavellinum og fyrir hvern hring fengu þeir límmiða í þar til gerðan passa.  Unicef hlaupið er áheitahlaup þar sem áheitum er safnað fyrir hvern hring.  Þátttakan ein og sér var þó mikilvægust og það að láta sig málefnið varða.   
 
Til baka
English
Hafðu samband