Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flatóvision 2024

15.04.2024
Nú er komið að því að velja atriði frá Flataskóla sem tekur þátt í Schoolvision ásamt fjölda annarra evrópskra skóla. Stífar æfingar hafa farið fram bæði áður en tvö atriði frá hverjum árangi í 4.-7. bekk voru valin í undanúrslit og svo hjá þeim sem komust áfram. Þann 16. apríl rennur svo upp úrslitastund og eitt atriði verður valið til að senda áfram í evrópsku keppnina. Sigga Ósk sem einmitt vann fyrstu Flatóvision keppnina sem haldin var hefur þjálfað keppendur og miklar framfarir hafa orðið. Vegna þess að okkar salur er ekki tilbúinn fáum við að vera í Sjálandsskóla. Allir nemendur fá að horfa á. General- prufa var haldin 15.4. og foreldrar  þátttakenda fylgdust með henni.
Til baka
English
Hafðu samband