7. bekkur sigraði Flatóvision 2024
Á dögunum fór fram árleg Flatóvisíon söngvakeppni í Flataskóla en hún var haldin í fimmtánda sinn og hefur verið árlegur viðburður í skólastarfinu síðan 2009. Haldnar voru forkeppnir í 4.-7.bekk og voru 2 atriði valin í aðalkeppnina. Keppnin er þáttur í eTwinning verkefni sem kallast Schoolovision sem hefur hlotið margar viðurkenningar sem framúrskarandi skólaverkefni. 30 evrópskir skólar taka þátt í verkefninu, einn frá hverju landi. Sigga Ósk söngkona var fengin til að aðstoða með atriðin á lokasprettinum en hún var fyrsti sigurvegari Flatóvisíon á sínum tíma. Allir þátttakendur sýndu einstakan áhuga, einlægni og hugrekki í keppninni en að lokum var það atriði frá 7.bekk sem bar sigur úr býtum og verða þau því fulltrúar Íslands í Schoolovision. Sigurlögin í öllum löndum gera myndband sem kosið er um til að velja sigurvegara Schoolovision.