Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

13.10.2008

Kennaranemar

Kennaranemar
Kennaranemar verða í vettvangsnámi í skólanum 13. - 24. október. Þetta eru þær Anna María, Auður og Guðný sem verða í 4. bekk hjá Rögnu og Þóra sem verður hjá Hjördísi tónmenntakennara. Bjóðum við þær innilega velkomnar.
Nánar
10.10.2008

Í vikulok

Áhugaverð vika að baki með mikilli ólgu í þjóðfélaginu - og börnin fara ekki varhluta af því. Við höfum fundið töluvert fyrir óeirð í börnunum og teljum okkur geta tengt það beint við það ástand sem ríkt hefur á flestum sviðum þjóðlífsins þessa...
Nánar
10.10.2008

Ferð til Litháen

Ferð til Litháen
Hjördís Ástráðsdóttir tónmenntakennari og M. Elín Guðmundsdóttir deildarstjóri fóru í undirbúningsheimsókn vegna Comeniusarverkefnis til Kaunas í Litháen í lok septembermánaðar. Alls tóku 12 manns þátt í undirbúningsheimsókninni frá sex löndum:...
Nánar
10.10.2008

Föstudagspóstur

Snillingarnir í 2. bekk
Nánar
10.10.2008

Myndasaga

Myndasaga
Nemendur í 6. bekk luku nýverið við verkefni um Vífilsstaðavatn. Þeir fóru meðal annars í tvær vettvangsferðir að vatninu að safna gögnum.
Nánar
10.10.2008

Lestrarátak 4. bekkja

Lestrarátak 4. bekkja
Lestrarátaki í 4. bekk er nú lokið en það stóð yfir í eina viku. Nemendur settu sér markmið strax í byrjun átaksins um hversu mikið þeir ætluðu að lesa.
Nánar
09.10.2008

Handmennt 2. bekkur

Nemendur í 2. bekk unnu þessa fallegu púða. Þeir byrjuðu á að vefa og völdu liti með hliðsjón af því hvort að búkurinn ætti að vera fyrir stúlku, dreng, dýr eða hvað sem þeim dytti í hug.
Nánar
08.10.2008

Gagnvirk tafla

Gagnvirk tafla
Nýlega var tekin í notkun gagnvirk tafla í Flataskóla. Er hún staðsett inn í stofu hjá 1. bekk. Kennarar hafa verið að prófa sig áfram að vinna með hana með nemendum og eru kennarar afar ánægðir með árangurinn og finnst þetta gefa marga möguleika til...
Nánar
08.10.2008

Lestrarátak

Nú er komið að lestrarátaki 3. bekkjar. Átakið hefst mánudaginn 13. október og stendur til mánudags 20 okt.
Nánar
06.10.2008

Könnun um líðan

Þessa viku munu Skúli og Ásta námsráðgjafi leggja fyrir 7. bekk könnun um líðan í skólanum.
Nánar
06.10.2008

6. bekkur eldar hrísgrjónarétt

6. bekkur eldar hrísgrjónarétt
6. bekkur sem er núna í heimilisfræði bjó til þennan fína hrísgrjónarétt sem allir borðuðu af bestu lyst.
Nánar
06.10.2008

Prjón og aftur prjón

Prjón og aftur prjón
Snillingarnir í 5. bekk prjónuðu þessa fallegu muni sem sjá má á myndinni. En þetta eru húfur, treflar, grifflur, töskur, til að setja heita hluti á og prjónaormur Allir í hópnum eru eins og prjónavélar og eru afar afkastamiklir.
Nánar
English
Hafðu samband