Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Myndband - Flatóvision 2014

18.03.2014
Myndband - Flatóvision 2014

Á Flatóvisionhátíðinni á föstudaginn voru tekin upp atriðin sem nemendur komu fram með. Oddný nemandi í 7. bekk var á myndbandsvélinni og má hér sjá afraksturinn af því. Reyndar eru atriðin ekki í fullri lengd en gefið er smá sýnishorn af hverju atriði í þessu 12 mínútna myndbandi. Grímur og Eyjólfur í 7. bekk sáu um kynninguna og stóðu sig afar vel og skemmtu áhorfendum með því að koma fram í mismunandi klæðnaði. Viktor í 7. bekk aðstoðaði við tæknimálin og er ekki ónýtt að hafa svona hjálpsama og hæfileikaríka nemendur við höndina þegar svona mikið stendur til.

 

Til baka
English
Hafðu samband