Ferð til Litháen
10.10.2008
Hjördís Ástráðsdóttir tónmenntakennari og M. Elín Guðmundsdóttir deildarstjóri fóru í undirbúningsheimsókn vegna Comeniusarverkefnis til Kaunas í Litháen í lok septembermánaðar. Alls tóku 12 manns þátt í undirbúningsheimsókninni frá sex löndum: Bretlandi, Litháen, Ítalíu, Rúmeníu, Póllandi og Íslandi. Verkefnið sem unnið er að er um Vængjaða vini, fugla í nærumhverfi heimaskóla. Heimsóknin var í alla staði mjög áhugaverð og á verkefnið eftir að skila mörgum og fjölbreyttum hugmyndum inn í skólastarfið. Meðal annars munu nemendur læra lög um fugla á frummáli ofangreindra landa. Sérstakt Comeniusartré hefur verið sett í anddyri skólans (Comeniusartorg) þar sem atburðaalmanak og framvinda verkefnisins er og verður öllum aðgengileg.