18.05.2010
5. bekkur Norræna húsið
5. bekkir fóru í heimsókn í Norræna húsið í síðustu viku og skoðuðu TILRAUNALANDIÐ. Nemendur fengu að prófa ýmsar þrautir og tilraunir - allir skemmtu sér konunglega og voru algjörlega til fyrirmyndar í alla staði. Frábær ferð !!!
Nánar18.05.2010
Stofutónleikar hjá 1. bekk
Miðvikudaginn 12. maí var nemendum í 1. bekk, kennurum og stjórnendum boðið á stofutónleika og hljóðfærakynningu hjá Hjördísi tónmenntakennara og Peter Tompkins.
Peter kynnti blásturshljóðfæri frá ýmsum heimshornum
Nánar18.05.2010
Gróðursetning 5. bekkur
Hin árlega gróðursetning hjá 5. bekk fór fram í dag mánudaginn 17. maí 2010.
Gróðursett var í hrauninu sunnan við Vigdísarlund þar sem fyrirhugað er að útbúa fjölskyldu- og ævintýragarð Garðbæinga.
Nánar17.05.2010
3. bekkur Grjóteyri
morgun fóru nemendur 3. bekkja í sveitaferð að Grjóteyri.
Þar fengu nemendur að skoða dýrin á bænum. Ferðin gekk vel í alla staði og allir skemmtu sér vel. Myndirnar tala sínu máli
Nánar12.05.2010
Rýmingaræfing í Flataskóla
Árviss rýmingaræfing fór fram í skólanum þriðjudaginn 11. maí og var skólinn rýmdur eftir ákveðinni rýmingaráætlun. Í þetta skiptið var æfingin undirbúin og starfsfólk vissi hvenær brunabjöllurnar færu af stað. Markmiðið með
Nánar11.05.2010
Árlegur geisladiskur kórskólans
Upptaka kórskólans á árlegum geisladiski fór fram í tónmenntastofunni föstudaginn 7. maí.
Diskurinn ber heitið „Hreiðrum ganga fuglar frá“ og inniheldur fuglalög sem stíga í vænginn við COMENIUSAR-verkefnið Vængjaða vini.
Upptökunni...
Nánar11.05.2010
Einn heimur, ferð til friðar
Mánudaginn 10. maí fóru nemendur 5. bekkja í ferð út í Viðey. Ferðin var liður í fjölþjóðaverkefninu Einum heimi. Nemendur nutu leiðsagnar Guðlaugar Elísabetar Ólafsdóttur leikkonu og verkefnisstjóra eyjarinnar. Heimsóknin tókst vel í alla staði í...
Nánar10.05.2010
Duglegir að hjóla
Nemendur tóku heldur betur við sér í sambandi við "Hjólað í vinnuna" eða hjólað í skólann eins og sjá má á myndinni af hjólunum sem tengd er þessari frétt.
Nánar10.05.2010
Atburðadagatalið
Við viljum vekja athygli á atburðadagatali Flataskóla sem er hérna hægra megin á vefsíðunni. Eins og endranær er mikið um að vera á vorönninni og þess vegna eins og endra nær hvetjum við foreldra/forráðamenn til að fylgjast vel með því sem þar er
Nánar07.05.2010
Kynningar fyrir foreldra í 6. bekkjum
Í vikunni sem leið buðu nemendur í 6. bekk foreldrum sínum á kynningu á tveimur stórum verkefnum sem þeir hafa unnið í vetur. Fyrra verkefnið er í tengslum við Vífilsstaðavatn og var það unnið á haustönn. Nemendur fóru í vettvangsferðir upp að...
Nánar07.05.2010
7HÞ - sólarveisla
Nemendur í 7. bekk hjá Hafþóri voru með sólarveislu í morgun, en sólarveislur eru haldnar þegar nægilega margar sólir hafa safnast hjá bekknum og sólir fá nemendur sem umbun fyrir framkomu og góða hegðun. Nemendur í bekknum ákváðu að fara í...
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 8
- 9
- 10
- ...
- 16