Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu í 5.bekk

18.11.2024 09:30
Dagur íslenskrar tungu í 5.bekkLaugardaginn 16. nóvember var Dagur íslenskrar tungu, dagur sem helgaður er mikilvægi íslenskrar tungu og gleðinni yfir sögu hennar, samtíð og framtíð. Í tilefni dagsins vinna nemendur í Flataskóla ár hvert verkefni sem minnir á mikilvægi íslenskrar tungu. Í ár vann 5. bekkur verkefni sem snerist um íslenska frasa, þar sem nemendur voru hvattir til að nota fleiri íslenska frasa í daglegu tali í stað enskra frasa. Nemendur minna okkur kennara reglulega á nýyrði og frasa eins og „sigma“ og „skippetytoilet,“ sem þau heyra oft, og með þessu verkefni vildum við hvetja þau til að nýta fjölbreytta íslenska frasa. Markmiðið er að minna á fjölbreyttan orðaforða íslenskrar tungu og stuðla að því að íslensk orð verði jafnmikilvæg í þeirra daglega máli.
Til baka

Dagur íslenskrar tungu í 5.bekk

18.11.2024
Dagur íslenskrar tungu í 5.bekkLaugardaginn 16. nóvember var Dagur íslenskrar tungu, dagur sem helgaður er mikilvægi íslenskrar tungu og gleðinni yfir sögu hennar, samtíð og framtíð. Í tilefni dagsins vinna nemendur í Flataskóla ár hvert verkefni sem minnir á mikilvægi íslenskrar tungu. Í ár vann 5. bekkur verkefni sem snerist um íslenska frasa, þar sem nemendur voru hvattir til að nota fleiri íslenska frasa í daglegu tali í stað enskra frasa. Nemendur minna okkur kennara reglulega á nýyrði og frasa eins og „sigma“ og „skippetytoilet,“ sem þau heyra oft, og með þessu verkefni vildum við hvetja þau til að nýta fjölbreytta íslenska frasa. Markmiðið er að minna á fjölbreyttan orðaforða íslenskrar tungu og stuðla að því að íslensk orð verði jafnmikilvæg í þeirra daglega máli.
Til baka
English
Hafðu samband