Morgunsamveran
Þrisvar í viku koma allir nemendur Flataskóla og starfsfólk saman á sal til að syngja saman. Einu sinni í viku eru svo nemendur úr einum árgangi með skemmtun af einhverju tagi fyrir hina. Nú eru nemendur í skólanum hátt í 540 manns og starfsfólkið hátt í 80 svo salurinn rúmar ekki allan þennan fjölda og hefur þurft að opna inn í matsal til að fá betra rými. Hér fyrir neðan er lítið myndband sem sýnir hve nemendur eru orðnir flínkir í að finna sinn stað í salnum og setjast niður. Samveran tekur yfirleitt um 20 mínútur og venjan er að syngja saman tvö til þrjú lög. Einnig notum við tækifærið til að benda nemendur á eitthvað sem er framundan eða þarf að gæta að eða bæta. Myndir frá samverunni eru komnar í myndasafn skólans.
Morgunsamveran
Þrisvar í viku koma allir nemendur Flataskóla og starfsfólk saman á sal til að syngja saman. Einu sinni í viku eru svo nemendur úr einum árgangi með skemmtun af einhverju tagi fyrir hina. Nú eru nemendur í skólanum hátt í 540 manns og starfsfólkið hátt í 80 svo salurinn rúmar ekki allan þennan fjölda og hefur þurft að opna inn í matsal til að fá betra rými. Hér fyrir neðan er lítið myndband sem sýnir hve nemendur eru orðnir flínkir í að finna sinn stað í salnum og setjast niður. Samveran tekur yfirleitt um 20 mínútur og venjan er að syngja saman tvö til þrjú lög. Einnig notum við tækifærið til að benda nemendur á eitthvað sem er framundan eða þarf að gæta að eða bæta. Myndir frá samverunni eru komnar í myndasafn skólans.