Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fimmta sætið að þessu sinni

04.02.2016
Fimmta sætið að þessu sinni

Úrslit í samskiptaverkefninu "Evrópska keðjan" eru nú kunngerð, við hlutum 5. sætið að þessu sinni með 904 stig, en Belgía varð hlutskörpust með 1044 stig. Nemendur í 4. bekk hönnuðu keðjuna undir leiðsögn Rögnu umsjónarkennara í 4. bekk. Allir nemendur í árganginum lögðu sitt að mörkum við gerð hennar og var norðurálman undirlögð um tíma þegar verkefnið stóð sem hæst. Keðjan fór upp og niður stigann og inn eftir ganginum og inn í skólastofu og það voru mörg handtökin sem þurfti við gerð hennar. Hægt er að skoða niðurstöður og myndbönd hinna á bloggsíðu verkefnisins. Einnig er umfjöllun á vefsíðu skólans um verkefnið.

Í myndböndunum hér fyrir neðan er keðjan sem nemendur okkar bjuggu til og hitt myndbandið sýnir þegar úrslitin voru tilkynnt á mánudaginn var af nemendum frá Þýskalandi.

ECR 2016 newsflash from Qworzó on Vimeo.

Til baka
English
Hafðu samband