Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hafið - 2 bekkur

08.05.2009
Hafið - 2 bekkur

Í vetur hafa nemendur í 2. bekk verið að vinna verkefni um hafið. Þeir fóru í vettvangsferð niður í fjöru og skoðuðu þar skeljar, kuðunga, þang og ýmislegt fleira áhugavert. Nemendur völdu sér eitt dýr sem lifir í hafinu eða fjörunni til þess að fræðast nánar um og fundu upplýsingar um það í bókum á skólasafninu og skráðu hjá sér. Þeir útbjuggu veggspjöld með teikningum, upplýsingum, fjörusandi og ýmsu öðru sem tengist hafinu og settu upp í kennslustofu sinni. Bókasafnsfræðingur skólans útbjó sýningu í PhotoStory með myndum af veggspjöldum nemenda og hljóðupptöku þar sem nemendur sögðu frá því sem þau höfðu lært um dýrið sitt. Hér má sjá hljóðupptökuna.

 

Til baka
English
Hafðu samband