Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólasveinn á vappi

14.12.2020
Jólasveinn á vappi

Sú skemmtilega tilviljun átti sér stað í morgun að nemendur í 4-5 ára deild, 1. bekk og 2. bekk rákust á Askasleiki þegar þau fóru í göngutúr í nágrenni skólans.  Hann hafði fengið sér blund eftir að hafa aðstoðað Stúf bróður sinn í nótt við að gefa í skóinn og var ansi lúinn eftir það.  Það vakti mikla lukku á meðal barnanna en Askasleikir spjallaði, sprellaði og söng með þeim.  Jólasveinar geta því miður ekki komið inn í skólana vegna Covid og duttu því börnin svo sannarlega í lukkupottinn.    

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband