Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samtalsdagur 22. okt og skipulagsdagur 23. okt

13.10.2020
Fimmtudaginn 22. október er samtalsdagur á skóladagatalinu hjá okkur og föstudaginn 23. október er skipulagsdagur.  Kennsla fellur niður þessa daga. Krakkakot er opið á samtalsdeginum fyrir þá sem þar eru skráðir en þar er lokað föstudagurinn 23. október en sá dagur er að venju menntadagur skólasamfélagsins í Garðabæ.   Samtalsdagurinn er með öðru sniði en venjulega að þessu sinni en gert er ráð fyrir að um myndfundi sé að ræða nema foreldrar óski eftir öðru.  Skráning í samtöl fer að venju fram á mentor en forráðamenn fá svo sendan tölvupóst með vefslóð á myndfundina.  
Til baka
English
Hafðu samband