Lokadagar hjá nemendum í 3. bekk
Nemendur í þriðja bekk hafa verið mikið á ferðinni síðustu skóladagana. Farið var á ylströndina í Garðabæ og þar var leikið í sandinum, tánum dýft í sjóinn og lífríki fjörunnar vandlega skoðað. Þá var farið í sveitina og húsdýrin heimsótt en vinna með húsdýrin var hluti af námsefni nemenda í þriðja bekk í vetur. Farið var á Bjarteyjarsand í Hvalfirði sem var lokaspretturinn á þeirri vinnu. Heimilisfólkið á Bjarteyjarsandi tók vel á móti hópnum og sýndi nemendum öll dýrin á bænum. Einnig fengu nemendur að fara gangandi niður í fjöruna þar sem hægt var að skoða ýmis sjávardýr s.s. krabba, krossfiska og ígulker. Að lokum voru grillaðar pyslur í góða veðrinu og var það glaður hópur sem hélt heimleiðis eftir velheppnaða sveitaferð. Myndir frá skólastarfinu er komnar í myndasafn skólans.
Lokadagar hjá nemendum í 3. bekk
Nemendur í þriðja bekk hafa verið mikið á ferðinni síðustu skóladagana. Farið var á ylströndina í Garðabæ og þar var leikið í sandinum, tánum dýft í sjóinn og lífríki fjörunnar vandlega skoðað. Þá var farið í sveitina og húsdýrin heimsótt en vinna með húsdýrin var hluti af námsefni nemenda í þriðja bekk í vetur. Farið var á Bjarteyjarsand í Hvalfirði sem var lokaspretturinn á þeirri vinnu. Heimilisfólkið á Bjarteyjarsandi tók vel á móti hópnum og sýndi nemendum öll dýrin á bænum. Einnig fengu nemendur að fara gangandi niður í fjöruna þar sem hægt var að skoða ýmis sjávardýr s.s. krabba, krossfiska og ígulker. Að lokum voru grillaðar pyslur í góða veðrinu og var það glaður hópur sem hélt heimleiðis eftir velheppnaða sveitaferð. Myndir frá skólastarfinu er komnar í myndasafn skólans.