Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Morgunsamvera nemenda í 4. bekk

29.01.2018
Morgunsamvera nemenda í 4. bekk

Síðast liðinn miðvikudag sáu nemendur í 4. bekk um morgunsamveruna. Að venju var dagskráin vel undirbúin og skemmtileg og eru nemendur orðnir vel að sér að undirbúa svona dagskrá. Flutt var frumsamið leikrit, einning söngur, dans og knattspyrnufréttir. Hilmar og Snorri sáu um kynninguna á dagskránni. Hér fyrir neðan má sjá brot úr atriðum hennar í myndbandi, einnig eru myndir komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband