Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Látum gott af okkur leiða

05.12.2017
Látum gott af okkur leiða

Í tengslum við jólaþemað okkar í ár verður þessa vikuna í gangi góðgerðarverkefnið "Látum gott af okkur leiða". Safnað verður ýmsum þurrmat og dósamat sem afhentur verður Mæðrastyrksnefnd sem mun síðan sjá um að deila til þeirra sem á þurfa að halda. Matnum verður safnað saman á sviðinu í salnum og munu nemendur í 7. bekk sjá um að taka á móti matnum og flokka og pakka fyrir afhendingu.
Tölvupóstur var sendur til foreldra með upplýsingum um söfnunina. Myndir af söfnuninni í myndasafni.

 Til baka
English
Hafðu samband