Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þorgrímur rithöfundur les fyrir nemendur

20.11.2017
Þorgrímur rithöfundur les fyrir nemendur

Rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson heimsótti nemendur í 5. til 7. bekk á föstudaginn og las upp úr nýrri bók sinni um hann Henri. Henri varð lukkudýr íslenska karlalandsliðsins á EM í Frakklandi og upp frá því lenti hann í mörgum skemmtilegum ævintýrum. Þorgrími tókst að kveikja í nemendum með upplestri sínum og frásögum um sögupersónuna og hvernig hún varð til og er nú langur biðlisti eftir að fá bókina lánaða á bókasafninu. Myndir eru komnar í myndasafn skólans. 

Til baka
English
Hafðu samband