Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vísindaverkefni í 3. bekk með Ævari vísindamanni

16.11.2017
Vísindaverkefni í 3. bekk með Ævari vísindamanni

Nemendur í 3. bekk í Flataskóla fengu það verkefni að vinna saman á lýðræðislegan hátt. Nemendur komu með hugmyndir að verkefnum sem þeir vildu afla sér frekari upplýsinga um og var kosið um hvaða viðfangsefni flestir vildu vinna. Vísindi urðu fyrir valinu og upp komu hugmyndir um að gera vísindatilraunir, fá Ævar vísindamann í heimsókn og búa til myndbönd um tilraunirnar. Ævar sá sér fært að koma og spjalla við nemendur. Eftir það skiptu þeir sér í 2 - 6 manna hópa og völdu sér tilraun úr bók Ævars. Nemendur bjuggu til handrit að leikþætti/viðtali í tengslum við tilraunina sem þeir ætluðu að gera. Myndbönd með öllum tilraununum eru komin í loftið, sjá hér fyrir neðan. Verkefnið þótti takast með afbrigðum vel og myndir frá því eru komnar í myndasafn skólans.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband